Samanburður
Leita í söluskrá
Viðurkenndir Mercedes-Benz
Tvö áhyggjulaus ár á notuðum Mercedes-Benz
Þú færð tveggja ára aukaábyrgð með allri þjónustu innifaldri þegar þú kaupir notaðan, viðurkenndan Mercedes-Benz bíl hjá okkur. Ábyrgðin felur í sér allar þjónustuskoðanir og viðhald þegar komið er á viðurkennt þjónustuverkstæði Mercedes-Benz. Allar þjónustuskoðanir eru framkvæmdar samkvæmt tilmælum frá framleiðanda um hvað skuli gera miðað við aldur og akstur. Þannig tryggjum við þér faglega þjónustu og áframhaldandi akstursánægju um ókomin ár.
Viðurkenndir Mercedes Benz bílar eru bílar sem að eru innan við fjögurra ára gamlir og eknir innan við 100.000.km.
Benz
Hagur þinn af viðurkenndum Mercedes-Benz

2 ára eða 40.000 km ábyrgð - hvort sem fyrr kemur.

Almennt viðhald og þjónustuskoðanir innifaldar í 2 ár frá söludegi.

Viðurkennt þjónustuverkstæði Mercedes-Benz tryggir að bíllinn þinn sé rétt þjónustaður.

Möguleiki að setja eldri bíl upp í nýjan viðurkenndan Mercedes-Benz.

Aðeins upprunalegir varahlutir notaðir fyrir viðgerðir og þjónustuskoðanir.

Hvað er viðurkenndur Mercedes-Benz?

Það eru þeir bílar sem við bjóðum með tveggja ára aukaábyrgð eða 40.000 km - hvort sem fyrr kemur. Ábyrgðin felur í sér allar þjónustuskoðanir og viðhald þegar komið er á viðurkennt þjónustuverkstæði Mercedes-Benz

Hvað er innifalið í aukaábyrgðinni?

Allur kostnaður sem felst undir almennt viðhald á bílnum s.s bremsur, þjónustuskoðanir, smurning o.þ.h er innifalið í aukaábyrgðinni. Ásamt þeim hlutum sem gætu bilað á tímabilinu.

Hvað er ekki innifalið í aukaábyrgðinni?

Eldsneyti
Þrif
Ábyrgðar- og/eða kaskótryggingar
Hjólbarðar og hjólastillingar
Framrúða og ljósagler
Skemmdir á lakki og innréttingu
Lánsbifreið á meðan viðgerð stendur 
Viðgerðir sem má rekja til slæmrar meðferðar

Skoða Viðurkennda Mercedes-Benz
Ertu með frekari spurningar?
Hafðu samband við okkur ef þú hefur frekari spurningar um Viðurkennda Mercedes-Benz.
Benz
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.